Um okkur

Jóhann Ágúst Hansen

Jóhann Ágúst Hansen

framkvæmdastjóri

Jóhann Ágúst Hansen er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og stundaði einnig nám við Shanghai University. Jóhann hefur starfað sem listmunasali og sýningarstjóri hjá Gallerí Fold frá 1996 og er nú framkvæmdastjóri þar. Hann var sýningarstjóri sýningarinnar Ingenious Iceland: Twentieth-Century Icelandic Paintings from the Anthony J. Hardy Collection við Hong Kong University Museum and Art Gallery 2013 og aðstoðarsýningarstjóri á sýningunni Íslensk myndlist um aldamót: Fjársjóður nútímans sem sett var upp hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington árið 2000. Þá hefur Jóhann komið að sýningarstjórn á sýningum á verkum eftir Louisu Matthíasdóttur og Andy Warhol auk fjölmargra frumkvöðla í íslenskri myndlist. Jóhann hóf ljósmyndaferil sinn sem blaðaljósmyndari í lausamennsku upp úr 1988 og birtust myndir hans í öllum helstu dagblöðum landsins auk þess sem ljósmyndir hans hafa birst í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, Frakklandi og víðar. Meðal ljósmynda sem birst hafa erlendis eftir Jóhann eru af hljómsveitinni Sykurmolunum þar sem Björk var í fyrirrúmi og breska söngvaranum Boy George. Þá hafa myndir hans af Jóni Gnarr og eldgosinu í Eyjafjallajökli birst í fjölmiðlum í Frakklandi. Aðrar ljósmyndaseríur sem hafa birst á Íslandi eftir Jóhann eru af Jóhannesi Páli páfa II og Leonard Cohen. Þá hafa ljósmyndir eftir Jóhann birst í fræði- og listaverkabókum. Jóhann sýndi fyrst opinberlega ljósmyndir á samsýningu í listasafni ASÍ 1990. Fyrstu einkasýninguna, “Hjólin í Kína”, hélt Jóhann á Háskólanum á Bifröst 2008 og aftur í Gallerí Fold 2009. Ljósmynd af þeirri sýningu var valin á sýninguna “Ingenious Iceland: Twentieth-Century Icelandic Paintings from the Anthony J. Hardy Collection” sem sett var upp í Hong Kong University Museum and Art Gallery 2013. Árið 2010 tók Jóhann þátt í samsýningunni “Úr iðrum jarðar”. Helstu ritverk: "Ingenious Iceland: Twentieth-Century Icelandic Paintings from the Anthony J. Hardy Collection" - ritsjóri -http://amzn.com/9881902258 "Er íslensk myndlist áhugaverður fjárfestingakostur?" 2009. - http://hdl.handle.net/1946/2934 "Hver eru hagræn áhrif vaxtalausra listaverkalána á aðila myndlistarmarkaðarins?" ásamt Áslaugu Heiðarsdóttur, Helga Bogasyni og Ólafíu B. Ásbjörnsdóttur. - http://hansen.blog.is/users/e9/hansen/files/listaverkalanin.pdf "Er hægt að búa til verðvísitölu íslenskra listaverka?" ásamt Áslaugu Heiðarsdóttur, Fjólu Kristinsdóttur, Ólafíu B. Ásbjörnsdóttur og Svandísi Ragnarsdóttur - http://hansen.blog.is/users/e9/hansen/files/listaverkavisitala1_1.pdf

Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir

rithöfundur

Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur var þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar árin 2009-2013. Margrét lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði HÍ 1997. Hún stundaði verslunar- og gallerísrekstur 1992-2008. Margrét var bókmenntagagnrýnandi á DV 1996-1999. Sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði barnabóka og barnamenningar frá 1997. Stundakennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur, Endurmenntun KHÍ og víðar 1997-2000. Ritstjóri hjá Máli og menningu og síðar Eddu – útgáfu 2000-2003. Sjálfstætt starfandi myndritstjóri, þýðandi og textahöfundur 2003-2009. Barnabókahöfundur. Formaður Hreyfingarinnar 2009-2010. Helstu ritverk: Raddir barnabókanna, Mál og menning, 1999 (endurútg. 2005) höfundur þriðjungs textans. „Kinderbuchillustration, Entstehung einer Tradition“, Mehr als Trolle. Eis und Feuer. 1997. Islande de Glace et de feu, 2004. Ein af höfundum. Íslensk bókmenntasaga, V bindi, 2006. Ein af höfundum. Skoðum myndlist – heimsókn á Listasafn Reykjavíkur, ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, 2006. Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2006. Drekinn sem varð bálreiður, ásamt Halldóri Baldurssyni, 2007. Auk þess ýmsar greinar í tímaritum, blöðum og bloggi. Dæmi um slík skrif er að finna á http://shanghai.blog.is/blog/shanghai/ og http://blog.pressan.is/margrett/. Verðlaun og styrkir: Bókin Skoðum myndlist var styrkt af Barnamenningarsjóði, Barnavinafélaginu Sumargjöf og Menningarsjóði Íslandsbanka og Sjóvár. Bókin hlaut einnig Fjöruverðlaunin árið 2007. Bókin Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2006. Bókin Kóralína eftir Niel Gaiman í þýðingu minni var valin önnur besta þýdda barnabókin árið 2004 af Félagi starfsfólks bókaverslana. Þingstörf: Upplýsingar um þingstörf má finna á slóðinni: http://www.althingi.is/vefur/thmstorf.html?nfaerslunr=723.

Georg Þór Ágústsson

Georg Þór Ágústsson

tölvunarfræðingur

Georg Þór Ágústsson er tölvunarfræðingur (BSc) frá Háskólanum í Reykjavík. Georg er framkvæmdastjóri Innrammaranns efh auk þess að sitja í stjórn Hansen og sona ehf og Safnarans listaverkaklúbbs. Georg hefur komið að mörgum verkefnum á sviði forritunar og má þar helst nefna þróun forritsins IceAuction sem notað er til að halda utan um uppboð á listmunum og tenginu þess við vefsíður og gagnagrunna. Hann hefur einnig verið aðalforritari og hönnuður vefsíðna fyrir Gallerí Fold (www.myndlist.is), Safnarans listaverkaklúbbs (www.safnarinn.is), Íslensku listaverkavísitölunnar (www.ilv.is) og vefverslunar Innarammarans ehf. Þá kom Georg að þróun og hönnun á sölukerfisins IceFramer sem er sérhannað fyrir innrömmunarfyrirtæki.