Útistöður – kaupa áritað eintak

Áritað eintak

Bókamarkaðstilboð 1.990,-
Kaupa áritað eintak

Hvað gerist þegar venjuleg kona úr Kópavoginum er óvænt kjörin á þing á umbrotatímum? Upplausnarástand ríkir og reiðasta fólkið á Íslandi stofnar stjórnmálaflokk og krefst breytinga. Var þetta kannski hálfgerður sjálfsmorðsleiðangur?

Verkefnin eftir hrunið voru svo risavaxin að ljóst var að ekki tækist að greiða úr þeim öllum á einu kjörtímabili. Það var síður fyrirsjáanlegt hve illa þingmönnum gekk að vinna saman og hvernig þeir töpuðu sér aftur og aftur í barnalegum leikjum sem snerust ekki um að byggja upp og gera samfélagið betra heldur klekkja á andstæðingnum í leiknum.

Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur var þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar árin 2009-2013. Í bókinni segir hún frá reynslu sinni og atburðum eins og hún lifði þá, eins og hún skráði þá hjá sér jafnóðum og eins og hún man þá.

Kaupa áritað eintak

Útistöður
>